Hitið vatnið, smjörið, sykurinn, saltið og kardimommurnar í potti og látið suðuna rétt koma upp.
Takið pottin af hitanum og bætið hveitinu út og og hrærið hratt og vel. Setjið pottin svo aftur á helluna við meðalhita og eldið deigið í 1-2 mínútur, hrærið vel í á meðan.
Látið degið svo kólna aðeins og bætið svo eggjunum við einu í einu og hrærið vel á milli. Deigið á að vera vel gljáandi.
Formið svo bollur á bökurnarplötu með bökunarpappír, annaðhvort með tveimur matskeiðum eða sprautupoka.
Bakið bollurnar við 200-180° hita í 35-40 mínútur (fyrstu 5 mínuturnar við 200°, restina af tímanum við 180°). Stingið gati á allar bollurnar þegar 10 mínútur eru eftir af bökunartímanum. Bakið bollurnar þar til þær hafa fengið gull-brúnan lit, og leyfið þeim svo að kólna í 10 mínútur inni í ofninum eftir að slökkt er á honum, með hurðina örlítið opna.
Leyfið þeim að kólna áður en þær eru fylltar með kremi í botninum og rjóma ofan á.