Skerið blaðlaukinn og paprikuna og steikið í olíu eða smjöri í stórum potti við meðalhita, þar til grænmetið er orðið mjúkt og laukurinn aðeins byrjaður að brúnast 6-8 mín.
Bætið kryddinu út í ásamt smátt skornum hvítlauki og steikið í 1 mínútu, hrærið vel í á meðan. Bætið svo rjómaostinum út í og hrærið vel.
Bætið svo chili sósunni og hökkuðu tómötunum ásamt soðinu út í og látið suðuna koma upp.
Sjóðið súpuna við vægan hita í 15-20 mínútur. Bætið smátt skornum hráum kjúklingi út í seinustu 5 mínúturnar (og passið að súpan sjóði í amk 5 mínútur) eða eldaða kjúklingnum síðustu mínútuna. Smakkið súpuna til með salti og pipri.
Berið fram með skornu avókadó, nachos, sýrðum rjóma, rifnum osti og fersku kóríander.