Go Back

Brún lagkaka

Mjúk og safarík brún lagkaka
Servings: 2 4ra laga kökur

Ingredients

  • 250 gr smjörlíki við stofuhita
  • 275 gr púðursykur
  • 3 egg
  • 4 msk kakó
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 1 1/2 tsk kanill
  • 1 1/2 tsk negull
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 30 gr maizena mjöl maíssterkja
  • 450 gr hveiti rautt kornax
  • 5 dl vatn

Krem

  • 250 gr smjörlíki við stofuhita
  • 350 gr flórsykur
  • 3 eggjarauður
  • 1 msk vanilludropar

Instructions

  • Smjörlíki og púðursykri þeytt saman þar til verður ljóst. Eggjum bætt við einu í einu og hrært þar til allt blandast vel saman.
  • Kakóinu, sýrða rjómanum, kryddinu, matarsódanum, lyftiduftinu og saltinu bætt út í og blandað vel saman. Loks er maizenamjölinu og hvetinu bætt saman við í tveimur helmingum á móti helmingnum af vatni (fyrst helmingur af hveiti, svo helmingur af vatni, svo endurtekið), og hrært varlega saman þar til allt hefur blandast saman, passið að hræra deigið ekki of mikið eftir að hveitinu hefur verið bætt við.
  • Deiginu er svo smurt á eina bökunarpappírsklædda ofnplötu og kakan bökuð í 200°heitum ofni í um það bil 20 mínútur, eða þar til deigið festist ekki við kökuprjón eða tannstöngul sem er stunginn í kökuna.

Krem

  • Hrærið smjörlikið þar til það er ljóst og létt, bætið flórsykrinum við í nokkrum skömmtun, og eggjarauðunum og vanilludropunum að lokum. Hræriðþar til allt hefur blandast vel saman.

Samsetning

  • Leyfið kökunni að kólna vel. Skerið kökuna í tvennt, þversum. Smyrjið 2/3 hlutum af kreminu á helminginn af kökunni og leggið svo hinn helminginn afan á (varlega, ég mæli með að loka risa spaða eða örþunnan botn úr kökuformi, sjá leiðbeiningar að ofan).
  • Skerið kökuna aftur í tvennt, smyrjið restinni af kreminu á annan helminginn (1/3), og leggið hinn helminginn ofan á kremið. Skerið kökuna svo aftur í tvo hluta - þar sem uppskriftirn skilar tveimur lagkökum.