Blandið eggjunum, sykrinum, olíunni og vanilludropunum saman í skál, þar til allt hefur blandast mjög vel. Bætið hveitinu, kakóinu, saltinu út í og hrærið rétt nóg til að allt hefur blandast.
Hellið í smurt bökunarform, eða bökunarform klætt bökunarpappír. Ég nota 18x24cm ofnfast mót.
Hér kemur það eina vandasama við að gera kladdköku. Það þarf að passa vel að ofbaka kökuna ekki. Bakið kökuna í ca 12-13 mínútur og fylgist vel með henni. Ef þið stingið í hana og deigið festist ekki í endunum, en festist í miðjunni, þá er hún tilbúin. Þetta tekur um 15 mínútur í mínum ofni.
Kælið kökuna alveg áður en þið dustið flórsykrinum yfir og berið hana fram.