• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer
Nordic Baker
  • Home
  • About me
  • Recipes
  • Dinner
  • Baking
  • Sides
  • Sourdough
  • Cakes and sweets

Vegan pestó

febrúar 17, 2021 by kristinarnors

Jump to Recipe Print Recipe

Ég man þegar ég smakkaði spínat lasagna á Gló í fyrsta skiptið. Ofan á þessu annars frábæra lasagna var mjög ríflegur skammtur af grænu pestói sem var eitthvað það allra dásamlegasta og bragðbesta pestó sem ég hef smakkað. Ég reyndi eins og ég gat að kryfja bragðið og innihaldið í huganum (eins og ég geri alltaf ef ég fæ eitthvað sem mér finnst gott), en það var eitthvað bragð þarna sem ég gat ekki alveg borið kennsl á.

Seinna þegar ég var að leita á vefnum af hráfæði pestó rambaði ég á uppskrift frá Sollu, kennd við Gló og Grænan kost, og ég áttaði mig strax á því að þetta væri pestóið góða. Innihaldið sem ég hafði ekki borið kennsl á var næringarger, sem fyrir þá sem ekki vita er algent bragðefni í vegan mat og gefur honum mjög mikið umami – ásamt því að innihalda B12. Ég mæli sterklega með því að fjárfesta í dós af næringargeri, það passar við næstum allt og er svo gott að það er hægt að skófla því í sig eintómt með skeið.

Vegan pestó
Hrátt vegan pestó með basilliku

Hér er upprunalega uppskriftin hennar Sollu, grænkerasnillings: https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/uppskriftir-fra-sollu-i-glo/

Mín útgáfa er örlítið öðruvísi

raw vegan pesto
Print Recipe

Vegan pestó

Grænt vegan pestó, sem hentar einnig fólki á hráfæði
Prep Time5 minutes mins

Ingredients

  • 1 búnkt Basillika (eða ein 50 gr pakkning) má einnig nota blöndu af steinselju, basilliku, kóríander, spínati, ruccola eða öðru
  • 1/2 geiri hvítlaukur sneiddur
  • 1 handfylli pekanhnetur
  • 1 daðla smátt skorin
  • 1 msk næringarger
  • 1/2-1 msk sítrónu eða lime safi
  • 3/4 dl ólífuolía eða önnur olía
  • 1/2-1 tsk salt smakkið til

Instructions

  • Blandið öllu saman í litlum blandara eða stóru morteli. Smakkið til með salti og sítrónusafa. Geymist í ísskap í 1-2 vikur.

Filed Under: Meðlæti, Uppskriftir

Previous Post: « Brún lagkaka
Next Post: Einfaldur chia grautur með haframjólk, berjum og kókosflögum »

Primary Sidebar

Catagories

  • Uppskriftir
    • Bakstur
      • Kökur og sætabrauð
    • Kvöldmatur
    • Meðlæti

Ég veit, það er alltaf frekar djarft að varpa því fram að eitthvað sé “best”. En þessi kladdkökuuppskrift er sú besta af mjög mörg sem ég hef prófað og þróað. Eftir að ég smakkaði frosnu kladdkökuna frá Frödinge kolféll ég fyrir kladdkökum. Ég fann samt enga uppskrift sem var nógu svipuð henni, þannig að ég…

Read More

About me

Ég er tölfræðingur, móðir, forfallinn áhugabakari, kokkur og nautnaseggur. Mér er annt um umhverfið og líkamlega heilsu, og legg því mesta áherslu á grænmetismiðað fæði, súrdeigsuppskriftir í bland við hefðbundnar norrænar uppskriftir. Ég elska að prófa mig áfram með mat og hanna nýjar uppkriftir, og ég tek sjálfa mig aldrei of alvarlega. Read More…

Footer

Copyright © 2025 Nordic Baker on the Foodie Pro Theme