• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer
Nordic Baker
  • Home
  • About me
  • Recipes
  • Dinner
  • Baking
  • Sides
  • Sourdough
  • Cakes and sweets

Semla Björnsdóttir – vatnsdeigsbollur með kardimommum og semlukremi

febrúar 5, 2021 by kristinarnors

Jump to Recipe Print Recipe

Við fjölskyldan bjuggum nýlega í Svíþjóð, og þar fékk ég æði fyrir kanelsnúðum og sænsku prinsessukökunni. Ég áttaði mig á því rúmum mánuði eftir að við fluttum út að ég hafði borðað kanelsnúð á hverjum einasta degi í rúma 30 daga. Úbbs. Ég náði að minnka neysluna niður í 2-4 sinnum á viku, en oftast ekki mikið minna en það.

Ég var auðvitað mjög spennt fyrir bolludagstímabilinu í Svíþjóð, og já, bolludagur hjá Svíum er ekki bara einn dagur + helgi eins og hjá okkur Íslendingum. Þessar litlu dásemdir byrja að gæjast út um bakarísglerin rétt eftir jól, og sitja þar sem fastast langt fram eftir vetrinum, fram á vor.

Semla

Þegar ég smakkaði mína fyrstu bollu, voru viðbröðin frekar blendin. Fyllingin í Semlunni er dásamleg í alla staði, en bollan sjálf – ekki svo mikið. Hún á víst að vera borðuð í heitu mjólkurbaði, en “ain’t nobody got time for that” eins og einhver sagði svo listilega.

Mér datt þá í hug að prófa að gera vatnsdeigsbollur, kryddaðar með kardimommum (eins og semlurnar eru), með semlufyllingu og rjóma. Útkoman varð eitthvað íslenskt-sænskt meistaraverk, sem getur varla kallast neitt annað en Semla Björnsdóttir.

Semla
Vatnsdeigs Semla Björnsdóttir
Selma
Print Recipe

Vatnsdeigs semla

Prep Time20 minutes mins
Cook Time35 minutes mins
Servings: 20 Bollur

Ingredients

  • 2 1/3 dl vatn
  • 110 gr smjör
  • 130 gr hveiti
  • 4 egg
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk kardimommur, muldar má sleppa

Fyling

  • 350 gr marzipan
  • 3/4 dl nýmjólk eða rjómi

Rjómi

  • 4 dl rjómi þeyttur
  • 2 msk flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar

Instructions

Bollur

  • Hitið vatnið, smjörið, sykurinn, saltið og kardimommurnar í potti og látið suðuna rétt koma upp.
  • Takið pottin af hitanum og bætið hveitinu út og og hrærið hratt og vel. Setjið pottin svo aftur á helluna við meðalhita og eldið deigið í 1-2 mínútur, hrærið vel í á meðan.
  • Látið degið svo kólna aðeins og bætið svo eggjunum við einu í einu og hrærið vel á milli. Deigið á að vera vel gljáandi.
  • Formið svo bollur á bökurnarplötu með bökunarpappír, annaðhvort með tveimur matskeiðum eða sprautupoka.
  • Bakið bollurnar við 200-180° hita í 35-40 mínútur (fyrstu 5 mínuturnar við 200°, restina af tímanum við 180°). Stingið gati á allar bollurnar þegar 10 mínútur eru eftir af bökunartímanum. Bakið bollurnar þar til þær hafa fengið gull-brúnan lit, og leyfið þeim svo að kólna í 10 mínútur inni í ofninum eftir að slökkt er á honum, með hurðina örlítið opna.
  • Leyfið þeim að kólna áður en þær eru fylltar með kremi í botninum og rjóma ofan á.

Krem

  • Rífið marzipanið með rifjárnir og blandið mjólkinni/rjómanum saman við. Hrærið saman þar til allt hefur blandast vel og er orðið að kremi. Setjið vel af kreminu í botninn af bollunum með matskeið.

Rjómi

  • Bætið sykrinum og vanilludropunum í óþeyttan rjóman, og þeytið eins og veljulega. Setjið ofan á kremið með matskeið eða sprautupoka. Stráið flórsykri svo yfir bollurnar.

Filed Under: Bakstur, Kökur og sætabrauð

Previous Post: « Chili túnfisksalat
Next Post: Mexíkósk kjúklingasúpa »

Primary Sidebar

Catagories

  • Uppskriftir
    • Bakstur
      • Kökur og sætabrauð
    • Kvöldmatur
    • Meðlæti

Ég veit, það er alltaf frekar djarft að varpa því fram að eitthvað sé “best”. En þessi kladdkökuuppskrift er sú besta af mjög mörg sem ég hef prófað og þróað. Eftir að ég smakkaði frosnu kladdkökuna frá Frödinge kolféll ég fyrir kladdkökum. Ég fann samt enga uppskrift sem var nógu svipuð henni, þannig að ég…

Read More

About me

Ég er tölfræðingur, móðir, forfallinn áhugabakari, kokkur og nautnaseggur. Mér er annt um umhverfið og líkamlega heilsu, og legg því mesta áherslu á grænmetismiðað fæði, súrdeigsuppskriftir í bland við hefðbundnar norrænar uppskriftir. Ég elska að prófa mig áfram með mat og hanna nýjar uppkriftir, og ég tek sjálfa mig aldrei of alvarlega. Read More…

Footer

Copyright © 2025 Nordic Baker on the Foodie Pro Theme