• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer
Nordic Baker
  • Home
  • About me
  • Recipes
  • Dinner
  • Baking
  • Sides
  • Sourdough
  • Cakes and sweets

Mexíkósk kjúklingasúpa

febrúar 6, 2021 by kristinarnors

Jump to Recipe Print Recipe

Þessi mexíkóska kjúklingasúpa, er eins og ég best veit, ekkert svo mexíkósk. Ég hef að minnstakosti ekki fundið nein ummerki um hana í mexíkóskum uppskriftum og hráefnin í henni eru ekkert sérlega mexíkósk. Hún ætti því kannski bara að heita “Íslensk kjúklingasúpa undir mexíkóskum áhrifum”. En eitt er víst, hún er afskaplega bragðgóð og seðjandi, sérstaklega á vetrardögum. Hér er mín útgáfa af þessari sívinsælu súpu okkar Íslendinga.

Mexókós kjúklingasúpa
Mexókós kjúklingasúpa
Print Recipe

Mexíkósk kjúklingasúpa

Uppskriftin hentar 4 sem forréttur eða 2 sem aðalréttur
Prep Time10 minutes mins
Cook Time35 minutes mins

Ingredients

  • 1 blaðlaukur
  • 1 paprika
  • 150 gr rjómaostur hreinn
  • 1-2 tsk kúmín malað
  • 1 tsk karrý
  • 1-2 geirar hvítlaukur
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 4 msk heinz chili sósa
  • 4-500 ml kjúklingasoð (eða vatn + 1/2 teningur af kjúklingakrafti)
  • 3-400 gr rifinn eldaður kjúklingur eða smátt skorinn hrár kjúklingur

Meðlæti

  • avocado
  • ferskt kóríander
  • nachos
  • rifinn ostur
  • sýrður rjómi

Instructions

  • Skerið blaðlaukinn og paprikuna og steikið í olíu eða smjöri í stórum potti við meðalhita, þar til grænmetið er orðið mjúkt og laukurinn aðeins byrjaður að brúnast 6-8 mín.
  • Bætið kryddinu út í ásamt smátt skornum hvítlauki og steikið í 1 mínútu, hrærið vel í á meðan. Bætið svo rjómaostinum út í og hrærið vel.
  • Bætið svo chili sósunni og hökkuðu tómötunum ásamt soðinu út í og látið suðuna koma upp.
  • Sjóðið súpuna við vægan hita í 15-20 mínútur. Bætið smátt skornum hráum kjúklingi út í seinustu 5 mínúturnar (og passið að súpan sjóði í amk 5 mínútur) eða eldaða kjúklingnum síðustu mínútuna. Smakkið súpuna til með salti og pipri.
  • Berið fram með skornu avókadó, nachos, sýrðum rjóma, rifnum osti og fersku kóríander.

Filed Under: Kvöldmatur

Previous Post: « Semla Björnsdóttir – vatnsdeigsbollur með kardimommum og semlukremi
Next Post: Brún lagkaka »

Primary Sidebar

Catagories

  • Uppskriftir
    • Bakstur
      • Kökur og sætabrauð
    • Kvöldmatur
    • Meðlæti

Ég veit, það er alltaf frekar djarft að varpa því fram að eitthvað sé “best”. En þessi kladdkökuuppskrift er sú besta af mjög mörg sem ég hef prófað og þróað. Eftir að ég smakkaði frosnu kladdkökuna frá Frödinge kolféll ég fyrir kladdkökum. Ég fann samt enga uppskrift sem var nógu svipuð henni, þannig að ég…

Read More

About me

Ég er tölfræðingur, móðir, forfallinn áhugabakari, kokkur og nautnaseggur. Mér er annt um umhverfið og líkamlega heilsu, og legg því mesta áherslu á grænmetismiðað fæði, súrdeigsuppskriftir í bland við hefðbundnar norrænar uppskriftir. Ég elska að prófa mig áfram með mat og hanna nýjar uppkriftir, og ég tek sjálfa mig aldrei of alvarlega. Read More…

Footer

Copyright © 2025 Nordic Baker on the Foodie Pro Theme