
Þegar kemur að staðgóðum morgunverð sem er í senn ljúffengur og heilsusamlegur, þá er erfitt að toppa chia graut. Þessi einfalda útgáfa inniheldur haframjólk, og er þar af leiðandi bæði vegan og laktósafrír. Chiafræ eru full af omega-3 fitusýrum, trefjum, próteini, járni og kalki.

Það er nauðsynlegt að búa grautinn til kvöldið áður, því fræin þurfa nokkra klukkutíma til að sjúga í sig vökvann. En sem betur fer tekur ekki nema 2-3 mínútur að græja hann. Þannig að þó maður sé alveg að lognast útaf vegna þreytu í lok dags, er samt lítið mál að undirbúa dásamlegan morgunverð fyrir næsta dag. Grauturinn geymist í kæli í 4-5 daga.
Chia grautur með haframjólk
Servings: 1
Ingredients
- 3 msk Chia fræ
- 2 dl haframjólk oatly ikaffe
- 1 tsk hlynsýróp má sleppa, eða nota aðra sætu
- 1/4 tsk vanilludropar eða kanill
Meðlæti
- 1 dl Fersk ber
- 2 msk kókosflögur
Instructions
- Blandið öllu saman og hrærið vel, geymið í lokuðu íláti í ísskáp í amk klukkutíma. Hellið í skál og toppið með berjum og kókosflögum. Geymist í 4-5 daga í ísskáp.