Okkur fjölskyldunni finnst brúna lagakakan ómissandi á jólunum. Tengdamamma mín gerir alltaf gamaldags hnoðaða lagköku, en ég ólst sjálf upp við hrærða lagköku frá móður minni.
Þér að segja hefur mér alltaf fundist vera mikið sóknarfæri í brúnu lagkökunum. Flestar þeirra verða frekar þurrar eða seigar, sem þýðir að það verður bæði erfitt að hræra þær í hrærivél, fletja þær út á plötu og að borða þær.
Ég hóf þar af leiðandi tilraunastarfsemi í eldhúsinu fyrir seinustu jól, að þróa uppskrift að lagköku sem væri mjúk og safarík, án þess að hverfa of langt frá upprunalegu bragði lagkökunnar. Hér er svo afraksturinn, sem mér finnst hafa heppnast nokkuð vel þó ég segi sjálf frá. Þessi er bæði mjúk og safrík, og einstaklega auðvelt að hræra og fletja deigið út á bökunarplötu.
Nokkrir punktar fyrir samsetninguna
- Vegna þess að kakan er mýkri og þyngri en venjuleg lagkaka, er örlítið meiri hætta á að hún brotni þegar hún er skorin og sett saman. Ég mæli sterklega með að nota stóran pizzu- eða kökuspaða, eða þunnan botn af kökuformi sem áhald til að færa botnana á milli.
- Ef botnarnir brotna, ekki panikka! Það er ekkert mál að setja hana saman eins og púsluspil, nota kremið sem lím og láta “besta hlutann” vera topinn. Það sér hvort sem er enginn hvernig hún lítur út að innan <3
Brún lagkaka
Ingredients
- 250 gr smjörlíki við stofuhita
- 275 gr púðursykur
- 3 egg
- 4 msk kakó
- 2 msk sýrður rjómi
- 1 1/2 tsk kanill
- 1 1/2 tsk negull
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 30 gr maizena mjöl maíssterkja
- 450 gr hveiti rautt kornax
- 5 dl vatn
Krem
- 250 gr smjörlíki við stofuhita
- 350 gr flórsykur
- 3 eggjarauður
- 1 msk vanilludropar
Instructions
- Smjörlíki og púðursykri þeytt saman þar til verður ljóst. Eggjum bætt við einu í einu og hrært þar til allt blandast vel saman.
- Kakóinu, sýrða rjómanum, kryddinu, matarsódanum, lyftiduftinu og saltinu bætt út í og blandað vel saman. Loks er maizenamjölinu og hvetinu bætt saman við í tveimur helmingum á móti helmingnum af vatni (fyrst helmingur af hveiti, svo helmingur af vatni, svo endurtekið), og hrært varlega saman þar til allt hefur blandast saman, passið að hræra deigið ekki of mikið eftir að hveitinu hefur verið bætt við.
- Deiginu er svo smurt á eina bökunarpappírsklædda ofnplötu og kakan bökuð í 200°heitum ofni í um það bil 20 mínútur, eða þar til deigið festist ekki við kökuprjón eða tannstöngul sem er stunginn í kökuna.
Krem
- Hrærið smjörlikið þar til það er ljóst og létt, bætið flórsykrinum við í nokkrum skömmtun, og eggjarauðunum og vanilludropunum að lokum. Hræriðþar til allt hefur blandast vel saman.
Samsetning
- Leyfið kökunni að kólna vel. Skerið kökuna í tvennt, þversum. Smyrjið 2/3 hlutum af kreminu á helminginn af kökunni og leggið svo hinn helminginn afan á (varlega, ég mæli með að loka risa spaða eða örþunnan botn úr kökuformi, sjá leiðbeiningar að ofan).
- Skerið kökuna aftur í tvennt, smyrjið restinni af kreminu á annan helminginn (1/3), og leggið hinn helminginn ofan á kremið. Skerið kökuna svo aftur í tvo hluta – þar sem uppskriftirn skilar tveimur lagkökum.