Við fjölskyldan bjuggum nýlega í Svíþjóð, og þar fékk ég æði fyrir kanelsnúðum og sænsku prinsessukökunni. Ég áttaði mig á því rúmum mánuði eftir að við fluttum út að ég hafði borðað kanelsnúð á hverjum einasta degi í rúma 30 daga. Úbbs. Ég náði að minnka neysluna niður í 2-4 sinnum á viku, en oftast ekki mikið minna en það.
Ég var auðvitað mjög spennt fyrir bolludagstímabilinu í Svíþjóð, og já, bolludagur hjá Svíum er ekki bara einn dagur + helgi eins og hjá okkur Íslendingum. Þessar litlu dásemdir byrja að gæjast út um bakarísglerin rétt eftir jól, og sitja þar sem fastast langt fram eftir vetrinum, fram á vor.
Þegar ég smakkaði mína fyrstu bollu, voru viðbröðin frekar blendin. Fyllingin í Semlunni er dásamleg í alla staði, en bollan sjálf – ekki svo mikið. Hún á víst að vera borðuð í heitu mjólkurbaði, en “ain’t nobody got time for that” eins og einhver sagði svo listilega.
Mér datt þá í hug að prófa að gera vatnsdeigsbollur, kryddaðar með kardimommum (eins og semlurnar eru), með semlufyllingu og rjóma. Útkoman varð eitthvað íslenskt-sænskt meistaraverk, sem getur varla kallast neitt annað en Semla Björnsdóttir.
Vatnsdeigs semla
Ingredients
- 2 1/3 dl vatn
- 110 gr smjör
- 130 gr hveiti
- 4 egg
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk kardimommur, muldar má sleppa
Fyling
- 350 gr marzipan
- 3/4 dl nýmjólk eða rjómi
Rjómi
- 4 dl rjómi þeyttur
- 2 msk flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
Instructions
Bollur
- Hitið vatnið, smjörið, sykurinn, saltið og kardimommurnar í potti og látið suðuna rétt koma upp.
- Takið pottin af hitanum og bætið hveitinu út og og hrærið hratt og vel. Setjið pottin svo aftur á helluna við meðalhita og eldið deigið í 1-2 mínútur, hrærið vel í á meðan.
- Látið degið svo kólna aðeins og bætið svo eggjunum við einu í einu og hrærið vel á milli. Deigið á að vera vel gljáandi.
- Formið svo bollur á bökurnarplötu með bökunarpappír, annaðhvort með tveimur matskeiðum eða sprautupoka.
- Bakið bollurnar við 200-180° hita í 35-40 mínútur (fyrstu 5 mínuturnar við 200°, restina af tímanum við 180°). Stingið gati á allar bollurnar þegar 10 mínútur eru eftir af bökunartímanum. Bakið bollurnar þar til þær hafa fengið gull-brúnan lit, og leyfið þeim svo að kólna í 10 mínútur inni í ofninum eftir að slökkt er á honum, með hurðina örlítið opna.
- Leyfið þeim að kólna áður en þær eru fylltar með kremi í botninum og rjóma ofan á.
Krem
- Rífið marzipanið með rifjárnir og blandið mjólkinni/rjómanum saman við. Hrærið saman þar til allt hefur blandast vel og er orðið að kremi. Setjið vel af kreminu í botninn af bollunum með matskeið.
Rjómi
- Bætið sykrinum og vanilludropunum í óþeyttan rjóman, og þeytið eins og veljulega. Setjið ofan á kremið með matskeið eða sprautupoka. Stráið flórsykri svo yfir bollurnar.