Það er fátt jafn einfalt, gott og klassískt og túnfisksalat. Ég hélt að það væri ekki hægt að toppa þetta gamla og góða, en þegar ég smakkaði fyrst chili túnfisksalat, þá áttaði ég mig á því að ég hafði rang fyrir mér.
Ég fann enga góða uppskrift á alnetinu, en eftir að hafa prufað mig áfram varð til þessi dásamlega uppskrift. Hún er mjög einföld og fljótgerð.
Ég nota Sriracha sósu til að gera salatið spicy. Sriracha sósan fæst í öllum asískum matvörubúðum og Krónunni, ásamt fleiri stöðum.
Chili túnfisksalat
Ingredients
- 1 dós túnfiskur í olíu
- 6-7 msk Majónes
- 1-2 msk Sriracha
- 1 stilkur vorlaukur
- 1 egg harðsoðið skorið smátt
- sjávarsalt eftir smekk
Instructions
- Skiljið olíuna frá túnfiskinum. Skerið vorlaukinn smátt. Hrærið svo öllu saman í skál og smakkið til með sjávarsalti.